C.TV (1983-84)

Keflvíska sveitin C.TV (einnig ritað CTV) starfaði 1983 og eitthvað fram á 1984, og var eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Box sem hafði þá starfað um tveggja ára skeið og sent frá sér tvær plötur. Einhverjar mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni við nafnaskiptin en meðlimir C.TV voru Sigurður Sævarsson söngvari, Baldur Þórir Guðmundsson trommu-, hljómborðs- og…

C.TV – Efni á plötum

C.TV – Casablanca Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 129 Ár: 1983 1. The life dance 2. Casablanca 3. Teenage 4. Come back 5. Say I love you so 6. Out of hand 7. To the end of the rainbow 8. The life dance Flytjendur: Sigurður Sævarsson – söngur og raddir Baldur Þ. Guðmundsson – hljómborð, gítar…

Camelía 2000 (1981)

Hljómsveitin Camelía 2000 var skammlíf sveit, starfandi haustið 1981 í Héraðsskólanum í Reykholti og lék á einum skóladansleik. Nafn sveitarinnar á sér skírskotun í tegund tíðabinda sem þá voru á markaði. Meðlimir Camelíu 2000 voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Jóhann Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson bassaleikari, Torfi Guðlaugsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson trommuleikari og…

California nestbox (1988-90)

Hljómsveitin California nestbox starfaði á árunum 1988 til 1990 (sé miðað við útgáfuár safnsnælda sem sveitin kom við sögu á) en hún var skipuð þremenningum á framhaldsskólaaldri sem allir voru áfram viðloðandi tónlist. Þetta voru þeir Magnús Hákon Axelsson bassaleikari, Atli Jósefsson söngvari og gítarleikari og Þorvaldur Gröndal trommuleikari. Tríóið átt tvö lög á safnsnældunni…

Cadillac (2002-03)

Hljómsveitin Cadillac var húshljómsveit á Kringlukránni veturinn 2002 til 2003 og lék þar nær eingöngu. Meðlimir sveitarinnar voru gamalkunnir popparar, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson en einnig söng Ruth Reginalds með þeim um skamman tíma vorið 2003 rétt áður en sveitin var lögð niður.

C.o.t. – Efni á plötum

C.o.T. – List all directions / That‘s the way we want it [ep] Útgefandi: Icecord Útgáfunúmer: IC 001 Ár: 1985 1. Lost all directions 2. That’s the way we want it Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Guðlaugur Falk – gítar Guðmundur Sigmarsson – gítar Jón Guðmundsson – bassi Marteinn Þórðarson – trommur

C.o.T. (1985)

Hljómsveitin C.o.t. á sér svolítið flókna sögu en þó um leið á sveitin sér ekki neina sögu því hún starfaði ekki undir þessu nafni fyrr en löngu síðar og þá með öðrum mannskap. Forsaga málsins er sú að þungarokkshljómsveitin Fist (áður Áhrif) hafði starfað um tveggja ára skeið en meðlimir hennar voru sumarið 1985, Jón…

C&S (1997-98)

Hljómsveit sem bar nafnið C&S (borið fram Cogs / Kogs) starfaði í Vestmannaeyjum 1997 og 98 og var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og voru meðlimir hennar þá Birgir [?] söngvari, Leó [?] gítarleikari, Björn [?] gítarleikari, Laugi [?] bassaleikari og Svavar [?] trommuleikari. Sveitin var enn starfandi sumarið 1998 og lék…

Cab sad moon (1997)

Hljómsveit starfaði árið 1997 á Akureyri undir nafninu Cab sad moon, meðlimir hennar voru þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Sigfús Örn Óttarsson trommuleikari og Konráð Wilhelm söngvari og gítarleikari. Sveitin lagði áherslu á frumsamið efni og hafði hljóðritað eitthvað af því en það kom að líkindum aldrei út. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Cabaret (1975-76)

Cabaret (Kabarett) var með allra efnilegustu hljómsveitum í kringum miðjan áttunda áratuginn en sveitin þótti vera nokkuð sér á báti með léttdjassaða sálartónlist með rokkívafi eins og þeir skilgreindu tónlistina sjálfir. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1975 og voru meðlimir hennar Sveinn Magnússon bassaleikari og Ingólfur Sigurðsson trommuleikari sem höfðu verið saman í Örnum, Tryggvi…

Caca y pipi (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Caca y pipi vorið 1985, en hún mun hafa leikið á tónleikum í skemmtistaðnum Hollywood ásamt hljómsveitinni Oxsmá. Upplýsingarnar sem óskað er eftir varðar meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar auk annars sem gæti skipt máli.

Cadensa (1992)

Dúettinn Cadensa mun hafa verið íslensk-breskur dúett sem starfaði um skamman tíma sumarið 1992. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hann en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Gigabyte – Efni á plötum

Gigabyte – It‘s my life / Gave my heart away [ep] Útgefandi: XYZ music Útgáfunúmer: ZYX 7663-12 Ár: 1995 1. It‘s my life (Extended club mix) 2. It‘s my life (Radio mix) 3. Gave my heart away (Extended mix) 4. Gave my heart away (Radio mix) Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]   Gigabyte – It‘s…

Afmælisbörn 5. ágúst 2020

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er sjötíu og átta ára gamall. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars Ragnarssonar…

Afmælisbörn 4. ágúst 2020

Að þessu sinni eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er tuttugu og sex ára gömul í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni þótt hún sé ekki eldri en þetta. Hún vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en…

Afmælisbörn 3. ágúst 2020

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sextíu og sjö ára. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90, hefur hann mestmegnis…

Afmælisbörn 2. ágúst 2020

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 1. ágúst 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…