Raunveruleikinn

Raunveruleikinn
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Raunveruleikinn er þversögn, ekki satt?
Er raunveruleikinn allt sem augað þitt sér?

Skrítin þessi veröld mannanna, dýranna og peninganna
en við lifum ekki bara þar,
hvernig er hægt að útskýra hamingju og stöðugleika?
Það verður ekki metið til fjár.

Gleymdu ekki að gefa,
við eigum nóg af öllu.
Því oftar sem þú gefur
því meira færðu.

Raunveruleikinn er þversögn, ekki satt?

Skrítin þessi veröld mannanna, dýranna og peninganna
en við lifum ekki bara þar,
hvernig er hægt að útskýra hamingju og stöðugleika?
það verður ekki metið til fjár.

Gleymdu ekki að gefa,
við eigum nóg af öllu.
Því oftar sem þú gefur
því meira færðu.
Peningar og ást,
gleymdu ekki að gefa bæði.
Hamingja og öryggi
færð þú að launum í staðinn.

[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]