Sumar á Sýrlandi
(Lag / texti: Sigurður Bjóla Garðarsson)
Ey – hvar sjáöldur brotna við strönd
og sólin rís upp við dogg
og hlæjandi, skríkjandi tunglið er snætt hverja nótt.
Ey – sem flýtur í lófa hvers kvölds
er fannbarin tafla úr leir
og hrapandi stjörnur sem falla‘ yfir andlit vor heit.
Sumar á Sýrlandi.
Sumar á Sýrlandi.
Sóló
Sumar á Sýrlandi.
Sumar á Sýrlandi.
[af plötunni Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi]