Dagur að rísa
(Lag / texti: Egill Ólafsson)
Dagur að rísa upp með líkamsyl og birtu,
því undan sæng er risin þjóð á blárri skyrtu.
Upp ljúkast fölgrá augu kær, úti‘ er allt sem grær,
á torgum teyga sálir vinda dagsins.
Hver er hann, dagur sá er lítur okkur nær?
Hvar er hann, dagur sá, er nú, nú er okkur fjær?
Í veldi dags er aldrei dagar aftur heilsar hann
að sínum sið, með hlýjum blæ um vanga
sér hann hvar.
[af plötunni Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi]