Andafundurinn mikli

Andafundurinn mikli
(lag / texti: Jakob F. Magnússon)

Er einhver í glasinu?
Er andi í glasinu?

Andrés fór á andafund,
hitti endur, mýs og mætti manni
sem misst hafði sinn vatnshund.

Vatnshundurinn kom í gegn,
kvað sér líða meinilla og mælti:
Mætti ég fá orðið?

Ég er sýrlenskur guð, mestur og bestur allra guða,
hlýðið mér og hlustið nú:
Vitalía heitir ölker eitt,
er af ýmsum talið gagna ekki neitt,
en í því felst þó undramáttur sá
er Mongólarnir byggja aldur sinn og heilsu á.

Satt er það.

Hvers konar andi er þetta nú eiginlega?
Ég meina það?

Og hvað heitir andinn?

Ég er Meskalító, sýrlenskur að ætt.
Á Sýrlandi er best því lífið er Leslie,
þar er lífið Leslie.

[af plötunni Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi]