Landleguvalsinn

Landleguvalsinn
(Lag / texti: Jónatan Ólafsson / Númi Þorbergsson)

Forðum var verandi á vertíð í Eyjunum,
víst er það svona enn.
Þarna var indælis úrval af meyjunum
og álitlegir menn.
Alltaf í landlegum liðu fljótt næturnar
við leiki, söng og skál.
Þar Adamssynirnir og Evurdæturnar
áttu sín leyndarmál.

Þá var nú gleði og geislandi hlátur
sem bergmálar enn – bergmálar enn.
Þá voru sorgir og saknaðargrátur
sem bergmálar enn – bergmálar enn.
Ánægðir til hafs úr höfn
förum við
gleymnir á meyjanna nöfn
vorum við.
Hlátur og grátur í huganum bergmálar enn.

Sjómönnum þótti á Siglufjörð farandi,
síldinni landað var.
Ekki er spurningum öllum svarandi
um það sem skeði þar.
Þar voru indælar andvökunæturnar
uppi í Hvanneyrarskál.
Þar Adamssynirnir og Evudæturnar
áttu sín leyndarmál.

Þá var nú gleði og geislandi hlátur
sem bergmálar enn – bergmálar enn.
Þá voru sorgir og saknaðargrátur
sem bergmálar enn – bergmálar enn.
Ánægðir til hafs úr höfn
förum við
gleymnir á meyjanna nöfn
vorum við.
Hlátur og grátur í huganum bergmálar enn.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Gullnar glæður]