Smákóngur

Smákóngur
(Lag / texti: Fræbbblarnir / Valgarður Guðjónsson)

Tungan er til þó staðan sé þröng.
Þá er ég kominn til að sleikja þinn kóng.
Smákóngur.

Þú komst þér upp kóngsríki í kerfinu hér.
Það er þér uppbót þegar ellin sígur inn.

Margt er þér fært en ekkert færð gert.
Þú þarft að sanna hvílíkur stórkarl þú ert.
Smákóngur.

Þú komst þér upp kóngsríki í kerfinu hér.
Það er þér uppbót þegar ellin sígur inn.

Ég spila með þér. Ég spila með þig.
En mikið djöfull er ég leiður á þér.
Smákóngur.

Þú komst þér upp kóngsríki í kerfinu hér.
Það er þér uppbót þegar ellin sígur inn.

[af plötunni Okkar á milli í hita og þunga dagsins – úr kvikmynd]