Vestast í Vesturbænum

Vestast í Vesturbænum
(Lag erlent lag / Sigurður Þórarinsson)

Vestast í Vesturbænum hvar vorsól fegurst skín.
Vestast í Vesturbænum hvar vorsól fegurst skín,
þar er eitt þakherbergi
og þar býr stúlkan mín.
Létt er því lundin,
lífið bjart og allt er grín,
sól gyllir sundin,
ég syng um ást og vín.

Í minni eigin kompu á ég dálítið skrín.
Í minni eigin kompu á ég dálítið skrín.
Þar geymi ég græna flösku
með guðaveig kenndri við Rín.
Létt er því lundin,
lífið bjart og allt er grín,
sól gyllir sundin,
ég syng um ást og vín.

Er sól er sigin í Ægi og sólblik hafsins dvín.
Er sól er sigin í Ægi og sólblik hafsins dvín
fer ég með mína flösku
að finna baugalín.
Létt er því lundin,
lífið bjart og allt er grín,
sól gyllir sundin,
ég syng um ást og vín.

Þau ögra mér hennar augu, það örvar mitt Rínarvín.
Þau ögra mér hennar augu, það örvar mitt Rínarvín.
Svo stytta mér næturstundir,
stúlkan og flaskan mín.
Létt er því lundin,
lífið bjart og allt er grín,
sól gyllir sundin,
ég syng um ást og vín.

Vestast í Vesturbænum
hvar vorsól fegurst skín,
þar er eitt þakherbergi
og þar í ein baugalín.
Fegurra fljóði
fluttirðu aldrei vorljóð þín.
Þröstur minn góði,
það er stúlkan mín.
Fegurra fljóði
fluttirðu aldrei vorljóð þín.
Þröstur minn góði,
það er stúlkan mín.

[m.a. á plötunni Nútímabörn – Nútímabörn]