Icecreamland

Icecreamland
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson))

Þar sem báran suðar létt við sand,
og sólin gyllir bæði haf og land,
og aldin glóa á eikum, gul og rauð,
og enginn maður þarf að líða nauð.

Lífið við þig leiki, hvar sem fer,
og lán og gæfan jafnan fylgi þér.
Eg sé þig aftur seinna, vinur kær,
það sakar ei, þó á morgun verði í gær.

Og loks, er þessi dapra æfi dvín,
á dauðastund er hinzta óskin mín:
Úr frostrósum mér fléttið lítinn krans
og flytjið mig svo heim til Ice-Cream-lands.

Lífið við þig leiki, hvar sem fer,
og lán og gæfan jafnan fylgi þér.
Eg sé þig aftur seinna, vinur kær,
það sakar ei, þó á morgun verði í gær.

[af plötunni Baggalútur – Kveðju skilað]