Manstu [2]

Manstu
(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir)

Manstu vinur
þegar sáumst fyrst?
Sjaldan hafði ég
orðið fyrr jafn hrifin.

Eins var með þig
er við höfðum kysst.
Aldrei hafðir þú
orðið fyrr jafn ástfanginn.

En þegar erfiðleikar hófust
allt virtist mást.
og ég sem hélt ég hefði öðlast
eilífa ást.

Þú hafðir aldrei tíma
til að tala við mig.
Ég beið í ofvæni
eftir því að hitta þig.

Kannski seinna
kemur þú til mín,
hver veit nú um það
hvort þú hefur gleymt mér.

En ég vaki
ein og vænti þín.
Aldrei hefi ég
orðið fyrr jafn ástfangin.

[m.a. á plötunni Sýnir: Lög Bergþóru Árnadóttur – ýmsir]