Vinnumaður, vinnukona

Vinnumaður, vinnukona
(Lag / texti: Ingi Gunnar Jóhannsson / Kristján frá Djúpalæk)

Vinnumann og vinnukonu
vissi ég í sveit.
Ástin getur orðið svo
undarlega heit.

Vinnumaður, vinnukona
vildu ekkert ljótt.
En bilið milli brika
er í baðstofunni mjótt.

Vinnumaður, vinnukona
voru heldur sein.
Guð sá þau og gladdist við
og gaf þeim lítinn svein.

Vinnumaður, vinnukona
voru í eðli trú.
Hann varð síðar húsbóndi
og hún varð síðar frú.

Vinnumann og vinnukonu
völdu þau sér fljótt.
Ástin hún er undarleg
og enn er bilið mjótt

[m.a. á plötunni Vísnavinir – Heyrðu]