Um hina heittelskuðu

Um hina heittelskuðu
(Lag / texti: Hörður Torfason / Halldór Laxness)

Líneik veit ég langt af öðrum bera,
létta hryssu í flokki staðra mera,
fagurey með fimar tær,
frýsar hún hátt og bítur og slær.
Ó blessuð mær.
Kristilega kærleiksblómin spretta
kringum hitt og þetta.

Allir vildur þeir eftir henni keppa,
öngvum trú ég lukkaðist hana að hreppa,
þar til loks hún fróman fann
fjáreiganda og útgerðarmann
með sóma og sann.
Kristilega kærleiksblómin spretta
kringum hitt og þetta.

Brennivín í hófi hún fær hjá honum,
hvítasykur og gráfíkjur að vonum,
gerist hún ekki grimm og ljót
gefur hann henni Fótarfót
og flest sitt dót.
Kristilega kærleiksblómin spretta
kringum hitt og þetta.

[til eru fleiri en eitt lag við þetta ljóð]

[m.a. á plötunni Hörður Torfa – Söngvaskáld]