Steinþór (1997)

Steinþór

Veturinn 1997-98 starfaði innan Menntaskólans á Egilsstöðum hljómsveit sem gekk undir nafninu Steinþór, eftir meðfylgjandi mynd að dæma var um tríó að ræða.

Steinþór var meðal keppenda í hljómsveitakeppninni Rokk 5 sem haldin var innan menntaskólans um haustið 1997 en ekki raðaði hún sér meðal efstu sæta þar, Svanur Vilbergsson gítarleikari sveitarinnar var þó kjörinn besti gítarleikari keppninnar en ekki finnast neinar upplýsingar um aðra meðlimi hennar og er því hér með óskað eftir þeim.

Ekki er ólíklegt að Steinþór hafi verið sett saman einvörðungu til að keppa í Rokk 5, og hafi því verið skammlíf sveit.