Áin líður

Áin líður
(Lag / texti: engar upplýsingar)

Ein í húmi áfram líður
áin lygn og tær.
Ymur hennar ómur þýður
er hún bugðast hrein og skær.

Hún sem þekkir hafið bláa,
hnígur endalaust,
kveður blítt við lundinn lága,
ljúft þar kvöddumst við í haust.

Fljót, þú sem hnígur í fjarlæga unn
finndu þá mey sem að er okkur kunn.

Segðu henni sem að bíður
senn ég komi heim,
er þú alein áfram líður
út í hafsins víða geim.
 
[af plötunni Karlakórinn Lóuþrælar & Sönghópurinn Sandlóur – Húmljóð]