Bland í poka
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Hefurðu séð hana Siggu,
hún er sólgin í gotterí
og vinkona hennar Viggu
sem vinnur sjoppunni í?
Og þar er sko nóg af nammi
já næstum því troðfullt hús.
Þar er sykurhæna og seigur ormur
og súkkulaði-hagamús.
En best er að fá sér bland í poka,
brjóstsykur, lakkrís og eðlu með skott,
bland í poka sem er bannað að loka
því bland í stórum poka er svo gott.
Og Sigga hún sagði einn daginn:
Ég sælgæti verð að fá.
Það gaula í mér galtómur maginn.
Æ, gefðu mér bara smá.
Hvað viltu þá vinkona smakka?
Hún Vigga sagði og hló.
Ég á tröllakúlur og tyggjópakka
eða töfraformúlusnjó.
En sigga vill bara bland í poka…
Með klístraða krókódíla
og kókosbollur í skál,
tvo bandóða bananafíla
og blóðrauða sykurnál
er von til að Vigga og Sigga
í veislu þér bjóði með sér
og kannski þig máti í marsípanáti
en mikið það gaman er.
Því best af öllu er bland í poka…
[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg]