Lukku Jógi

Lukku Jógi
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Trúir þú því sem þú lest,
prentsvertan í augun sest
en þér sama svo lengi sem þú ert látinn í friði,
allt fyrir utan er á öðru sviði.

Ég skipti mér ekki af annarra manna málum,
ég vil dansa í friði á ísnum hálum.
Fá að vera í friði fyrir Pétri og Pálum
meðan ég dett ekki er mér sama um þig.

Þú vinnur frá átta til fimm,
stundar lukkujóga og trimm,
og veit þú ert ekki orðinn ánægður.
Samt ertu orðinn gráhærður,
betur á þig kominn en nágranninn,
samt eitthvað vantar öll árin
og þú átt stærsta bílskúrinn.

Börnin þín fullkomin,
punktur, komma, pass,
sonurinn sniffar ekki lím
né reykir hass.
Dóttirin er í Kvennó,
lætur ekki drátt,
eiginkonan svífur um og segir heldur fátt.
Þú ert betur gefinn en nágranninn,
stoltið er feita græna bankabókin
og þú átt eina Jaguarinn.

Ég skipti mér …

[af plötunni Bubbi Morthens – Ný spor]