Þeir ákveða hvað er klám

Þeir ákveða hvað er klám
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Þeir ákveða hvað er klám
og banna áfengt öl
en ofbeldi handa börnum er í lagi.
Þeir mata þin sljóa heila,
hugsanir geyma í gám.
Tölvan veit allt um þína hagi.

Orðið ríða hneykslar marga,
samt táknar ljúfan hlut
en kynlíf er ekki ætlað börnum.
Börnin læra að drepa
í gegnum video
í heimi hryllings
við dveljum öllum stundum.

Ykkur er nauðgað allt árið
daginn út og inn,
brosandi segið: ekkert við því að gera,
þið lengið vinnudaginn og borgið reikninginn.
Er það þannig sem þið viljið vera?

Lífið er meira en vinna
fyrir lítinn aur
og rifrildi rétt fyrir svefninn.
Þeir sem ráða sitja um lögin
og ata ykkur saur
í þeirri vissu þið vitið hver er sjeffinn.

Það er tími til kominn
þið heimtið ykkar rétt.
Vaknið upp frá ykkar steinsteyptu gröf.
Meðan þið látið þetta viðgangast,
verðið ávallt kúguð stétt
sem lætur blekkast af einskis nýtum svörum.

Þeir ákveða hvað er klám
og banna áfengt öl
en ofbeldi handa börnum er í lagi.
Þeir mata þinn sljóa heil,
hugsanir geyma í gám,
og tölvan hún veit allt um þína hagi.

[af plötunni Bubbi Morthens – Ný spor]