Jakob Timmerman (Argentína)

Jakob Timmerman (Argentína)
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Ég man daginn sem þeir komu,
voru akandi á svörtum bíl
í síðum leðurfrökkum voru,
ég man frakkarnir voru í stíl
Það var bundið fyrir augun,
mér var hrint niður stigann,
úti var hiti og sól
Enginn þorði að spyrja hvert farið væri með hann,
það þekktu allir terrorinn,
þess konar tól.

Þú ert ákærður fyrir brot á lögum landsns,
við jörðum þig í gaddavír.
Þú ert ákærður fyrir brot á lögum fólksins,
við skírum þig í gaddavír.

Á nóttinni heyri ég hrópin í hinum,
það eru mörg afbrigði af sársauka til,
ég fann lykt af blóði í voninni,
þeir fengu mig til að játa – hér um bil
Oft hugsa é um ykkur hin fyrir utan,
oftast hugsa ég hvenær koma þeir næst,
þegar þeir koma bíð ég bæn til herrans,
hún kemst ekki út því öll hlið eru læst.

Þú ert ákærður fyrir brot á lögum landsns,
við skírum þig í gaddavír.
Þú ert ákærður fyrir brot á lögum fólksins,
við jörðum þig í gaddavír.

Á nóttinni smala þeir fólkinu saman,
suma sjáum við aldrei meir.
Fyrir utan borgina leggja þá fóla á magann,
hnakkaskot, grár sandurinn verður að rauðan leir.

Þú ert ákærður fyrir brot á lögum landsns,
við jörðum þig í gaddavír.
Þú ert ákærður fyrir brot á lögum fólksins,
við skírum þig í gaddavír.

[af plötunni Bubbi Morthens – Ný spor]