Slúður (Small talk)
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)
Ég vildi gjarnan geta þess,
sem gerðist hér í dag og gær.
Því strumpar njóta næsta vel
þess nýjasta í slúðri.
Í fréttum eitthvað eflaust er,
sem alla strumpa hressa má.
Og eyrun mín þau ekkert fá
jafn indælt og slúður.
Slúður. Við elskum smá slúður.
Komdu nú með slúður:
Já, það vilja strumpar gjarna fá.
Slúður. Hvern dag meira slúður.
Bara örlítið slúður.
Ó, já, það er indælt.
Strumpar vilja vita allt
og verða því að fylgjast með.
Svo hvað gekk illa og hvað gekk vel
og hver fann upp púður?
Allt sem gæti gerst hjá þér í dag.
Gerðu það nú, segðu frá.
Slúður kitlar eyrun í.
Komdu nú með slúður.
Slúður. Við elskum smá slúður.
Komdu nú með slúður.
Já, það vilja strumpar gjarna fá.
Slúður. Hvern dag meira slúður
um allt og ekkert.
Slúður. Nú vil ég meira slúður.
Ó. Ó. Ég elska þetta slúður.
[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]