Heimska

Heimska
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Heilsa mannanna verður seint ofmetin á jörðinni,
við erum vanmáttug gegn öllu því sem að upphefur egóið,
þunglyndislyf, áfengi, sykur og salt
og rítalín.
Okkur er selt ógrynni af lyfjum sem lækna engan.

Afhverju í andskotanum erum við svona heimsk?
Ímynduð sjálfsvorkunn er eitt sjúkdómseinkennið.

Fjölmiðlar eru eitt af því sem að gerir okkur heimsk,
þeir dáleiða okkur með auglýsingum og heimskum bíómyndum.
Áróður, klám, fréttir og fræga fólkið
á netinu,
já, aðeins heimsku fólki verður selt þetta allt.

Afhverju í andskotanum erum við svona heimsk?
Við trúum öllu því sem er sagt nógu oft.

Ég viðurkenni það að ég er sjálfur heimskur,
hvað get ég gert til þess að vera greindari?
Mig skortir einfaldlega kraft og vilja
til að breytast.

Afhverju í andskotanum erum við svona heimsk?
Við erum andlega og líkamlega vannærð.

Heimska mannanna verður seint vanmetin á jörðinni,
Annað hvort er maður kreatífur eða með sjálfseyðingahvöt.
Nikótín, flúor, pólitík og slúður
og trúarbrögð,
ótti og rangar upplýsingar forheimska fólk.

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]