Þú ert [2]
(Lag / texti: Bubbi Morthens)
Þú ert eins og vindurinn og kælir mig niður,
þú ert eins og sumarið, hiti og friður,
þú ert eins og vorið, björt og fríð
í skugga þínum ég brosi og bíð.
Þú ert eins og vatnið kitlandi svalt,
þú ert eins og stálið blikandi kalt,
þú ert eins og silkið svo undurmjúkt,
sál mín af ást til þín er sjúk.
Þú bara ert
þú bara ert
þú bara ert og það nægir mér.
Þú ilmar sem hafið þungt og sætt,
ilmar eins og barnið sem er nýfætt,
þú ilmar sem öspin eftir rigningarnótt,
hjarta mitt slær taktfast og rótt.
Þú ert eins og moldin, frjó og góð,
þú ert full af lífi og eldmóð,
þú ert eins og barnið og spyrð um allt,
í skugga þínum er alltaf svart.
Þú bara ert…
Þú ert eins og tunglið og togar í mig,
þú ert eins og eldur og ég elska þig,
þú ert spör á orðið sem ég þrái að heyra,
ég bragðaði á þér og ég vil meira.
Þú bara ert…
[af plötunni Bubbi Morthens – Ást]