40 ár

40 ár
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Ég hélt alltaf að ég yrði með þér þar,
á einhverjum dýrum og flottum bar,
þú eins og drottning og litur þinn ennþá blár,
værir ennþá konan mín búin að lifa í 40 ár.

Þú minnir mig á heita júnínótt,
enni mitt brennur, ég er með hitasótt,
andlit þitt friðsælt ljósgul fegurð þín,
ég fann þig með vörunum sæta sem vín.

Þú ert þroskuð kona, þú ert stelpan mín,
þú ert stjarna í myrkri sem skærust skín,
þú ert svart, þú ert hvítt, þú ert heit, þú ert köld,
þú hefðir verið flott á fimmtándu öld.

Sé þig í draumi að vakna finnst mér vont,
það bíður mín ekkert nema halda þessum front,
þín stjórnsemi var allaf falleg hvort sem var,
ég er hérna en finnst ég ætti að vera þar,
ég er lítill strákur og fnn ekki leiðina heim,
ég horfi á selina og finnst ég vera einn af þeim,
lífið er lífið og allir þurfa stundum að þjást,
hún slóð mig niður þessi grimma mjúka ást.

Þú ert þroskuð kona…

[af plötunni Bubbi Morthens – Ást]