Varnarlaust flón

Varnarlaust flón
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Ég hef séð það, ég hef verið þar,
sakna þess ekki,
ég er júníbarn, ég elska ljósið,
þá myrkrið ég þekki,
sólin og ljósið heilsa þér,
augu þín segja hvað viltu mér,
hlátur þinn fylgir mér hvert sem ég fer
og ég ég er.

Varnarlaust flón sem elskar þig,
glataður auli sem fann ekki sig,
í deginum í dag og veit hver dagur er
lítið kraftaverk.

Horfa á þig sofa nægir mér, h
orfa á þig lesa nægir mér
því ég er ég er

varnarlaust flón.

[af plötunni Bubbi Morthens – Ást]