Hispurslausi kvartettinn (2000)

Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…

Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Hippy shits (?)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hippy shits, og starfaði að öllum líkindum einhvern tímann á milli 1990 og 2000, ekki liggur fyrir hvar. Meðlimir Hippy shits munu hafa verið Halldór Geir [?] trommuleikari, Jónsi [?] bassaleikari, Logi [?] gítarleikari og Sigríður Árnadóttir söngkona [?]. Meira er ekki vitað um…

Hippies (1968)

Óskað er eftir upplýsingum um táningahljómsveit sem starfaði í Garðahreppi (síðar Garðabæ) undir nafninu Hippies, sumarið 1968. Þá um sumarið var sveitin meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit og því er óskað eftir öllum tiltækum upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað…

Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Hit Móses (1998)

Hit Móses var rokksveit af þyngri gerðinni en hún kom frá Selfossi og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Einarsson gítarleikari, Birkir Jóakimsson bassaleikari, Vignir Andri Guðmundsson trommuleikari og Anton Örn Karlsson gítarleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og allt lítur út fyrir að hún…

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Afmælisbörn 10. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu-, tónlistar- og fjöllistamaður er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda…

Afmælisbörn 8. apríl 2024

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er áttræð í dag, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna, t.d.…

Afmælisbörn 7. apríl 2024

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og níu ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2024

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sjötugur í dag og á þar með stórafmæli. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm…

Afmælisbörn 5. apríl 2024

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla Helgason og Arnþór Helgason sem eru sjötíu og tveggja ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra…

Afmælisbörn 4. apríl 2024

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Hilmar Oddsson (1957-)

Hilmar Oddsson er fyrst og fremst kvikmyndagerðarmaður en hann hefur einnig í gegnum tíðina fengist við tónlist með margvíslegum hætti, sem tónskáld og textahöfundur, hljóðfæraleikari og söngvari, og eftir hann liggja tvær útgefnar plötur. Hilmar er fæddur 1957 í Reykjavík og stundaði sem barn nám í Barnamúsíkskólanum en þar lærði hann á selló og hugsanlega…

Hilmar Oddsson – Efni á plötum

Skepnan – úr kvikmynd Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 019 Ár: 1985 1. Allur lurkum laminn 2. Önnur sjónarmið 3. Við getum allt 4. Menn sem þykjast mestir 5. Vakandi-sofandi 6. Úr leikriti lífsins 7. Nauthveli á Skjálfanda Flytjendur: Bubbi Morthens – söngur Edda Heiðrún Backman – söngur og raddir Jóhann Sigurðarson – söngur og raddir…

Hestbak (2003-)

Hestbak er framsækin rafdjassspunasveit sem hefur starfað síðan 2003, sveitin hefur sent frá þrjár plötur hið minnsta og starfar með hléum. Hestbak mun hafa orðið til innan Listaháskóla Íslands en þar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson og Páll Ivan Pálsson við nám. Þeir tveir stofnuðu líkast til sveitina og fengu til liðs við sig tvo…

Hestbak – Efni á plötum

Hestbak – Gratín Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Hestbak – Mjólk Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hestbak – Iceland Airwaves Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 [engar…

Hinir glaðbeittu hálfbræður (1999-2000)

Hljómsveitin Hinir glaðbeittu hálfbræður var starfrækt um og eftir síðustu aldamót og lék á nokkrum dansleikjum. Fyrstu heimildir um þessa sveit eru frá því á þorrablóti í Þorlákshöfn í byrjun ársins 2000 en hún telst líklega vera þaðan, þá skipuðu sveitina Jónas Sigurðsson söngvari og gítarleikari, Jón Haraldsson gítarleikari, Róbert Dan Bergmundsson hljómborðsleikari, Stefán Jónsson…

Hinir geðþekku fautar (um 1995)

Hljómsveit sem ber nafnið Hinir geðþekku fautar starfaði undir lok 20. aldarinnar en mun mestmegnis hafa leikið í einkasamkvæmum eins og brúðkaupum innan vinahópsins. Upplýsingar um þessa hljómsveit eru af skornum skammti, hún var líklega virkust á seinni hluta tíunda áratugarins en var endurvakin að minnsta kosti í eitt skipti síðar, árið 2007. Meðal meðlima…

Hinir endalausu (2001-02)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Reykjanesbæ undir nafninu Hinir endalausu upp úr síðustu aldamótum. Sveitin var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppninni Allra veðra von sem fram fór í Vestmannaeyjum snemma árs 2002 en annað er ekki að finna um þessa sveit, s.s. upplýsingar um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér…

Hip Razical (2004-07)

Rokksveitin Hip Razical starfaði á Sauðárkróki snemma á þessari öld og tók tvívegis þátt í Músíktilraunum. Sveitin var stofnuð árið 2004 og lék þá eitthvað opinberlega á heimaslóðum s.s. á Landsmóti UMFÍ sem haldið var um sumarið á Króknum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir skipuðu sveitina í upphafi en hún mun hafa farið í…

Hinn íslenski dvergaflokkur – Efni á plötum

Hinn íslenski dvergaflokkur – Dvergaflokkurinn [ep] Útgefandi: Minningarsjóður Kristjáns Eldjárn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2022 1. Vættir 2. Skuldahalasúpa 3. Óminnishegrinn 4. Hermes – strigaskór 5. Flöskuldur 6. Alkunna Flytjendur: Finnur Bjarnason – [?] Kristján Eldjárn – [?] Sigtryggur Ari Jóhannsson – [?] Stefán Sigurðsson – [?] Guðmundur Stefánsson – [?]

Hinn íslenski dvergaflokkur (1990-92)

Hinn íslenski dvergaflokkur (Dvergaflokkurinn) starfaði innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð á árunum 1990 til 92, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er það sótt til Hins íslenska þursaflokks og það var tónlistin reyndar líka. Það munu hafa verið Finnur Bjarnason söngvari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari sem stofnuðu Hinn íslenska dvergaflokk árið 1990 en…

Hinir vonlausu (1988-89)

Hljómsveitin Hinir vonlausu var unglingasveit sem skipuð var tónlistarmönnum sem sumir hverjir urðu þekktir sem slíkir en sveitin starfaði í Árbænum. Meðlimir sveitarinnar voru Óli Hrafn Ólafsson gítarleikari, Birgir Örn Thoroddsen (síðar Curver Thoroddsen) gítarleikari, Gauti Sigurgeirsson söngvari og Daníel Þorsteinsson trommuleikari, enginn bassaleikari var í sveitinni. Hinir vonlausu mun hafa starfað í um eitt…

Hinir og þessir (1988)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hinir og þessir var skammlíf sveit sem sett var sérstaklega saman fyrir einn dansleik á Bíldudal sumarið 1988. Forsaga málsins var sú að vinnuflokkur frá Dýpkunarfélagi Siglufjarðar var þá staddur við hafnardýpkun á Bíldudal sumarið 1988 og í spjalli þeirra við heimamenn kom í ljós að innan hópsins væru tónlistarmenn, svo…

Hippabandið [1] (1981-82)

Hippabandið var hljómsveit sem starfaði innan Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði snemma á níunda áratug síðustu aldar en sveitin var þó í raun frá Hvammstanga. Hippabandið var líklega stofnuð haustið 1981 sem skólahljómsveit á Reykjum, og voru meðlimir hennar þeir Geir Karlsson gítarleikari, Júlíus Ólafsson söngvari, Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) gítarleikari, Ragnar Karl Ingason bassaleikari…

Afmælisbörn 3. apríl 2024

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari fagnar fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…

Afmælisbörn 2. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…