Afmælisbörn 10. nóvember 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítar- og harmonikkuleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður  (1946-2025) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést nýverið, hann starfaði lengstum sem sólólistamaður og gaf út fleiri tugi platna sem slíkur en vann einnig með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni…

Hringir [1] (1989-2017)

Hljómsveitin Hringir (einnig oft nefnd sýrupolkahljómsveitin Hringir) starfaði um nokkurra áratuga skeið frá því á síðustu öld og fram á þessa, og reyndar er ekki alveg ljóst hvort sveitin sé lífs eða liðin. Hún hefur starfað með hléum og þegar þetta er ritað virðist sem hún hafi síðast komið fram opinberlega árið 2017, hins vegar…

Hljómsveit Sigrúnar Grendal (1996)

Vorið 1996 fór sönghópurinn Móðir Jörð um höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina með tónleikaröð en með hópnum lék tríó sem kennt var við píanóleikara hennar Sigrúnar Grendal, meðlimir sveitarinnar voru auk Sigrúnar þeir Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Jón Steinþórsson (Jón skuggi) bassaleikari. Sveitin virðist eingöngu hafa starfað í tengslum við þessa tónleika Móður Jarðar.

Afmælisbörn 10. nóvember 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítar- og harmonikkuleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og átta ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk…

Afmælisbörn 10. nóvember 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og sjö ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Sveinasextettinn (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveinasextettinn var sett saman fyrir eitt gigg, Þorláksmessutónleika Bubba Morthens í desember 1985 á Hótel Borg. Sveitin var auk Bubba sem lék á gítar og söng skipuð þeim Jens Hanssyni saxófónleikara, Guðmundi Ingólfssyni harmonikku- og orgelleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Kormáki Geirharðssyni sneriltrommuleikara og Björgúlfi Egilssyni bassaleikari en einnig kom Megas (Magnús…

Afmælisbörn 10. nóvember 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og sex ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Six pack latino (1998-2001)

Hljómsveitin Six pack latino vakti heilmikla athygli rétt fyrir síðustu aldamót með suður-amerískri latino tónlist, og sendi frá sér plötu með slíkri tónlist. Segja má að rætur sveitarinnar hafi að mestu legið í hljómsveitinni Diabolus in musica sem hafði starfað á áttunda áratugnum en þau Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, Páll Torfi Önundarson gítarleikari og Tómas…

Afmælisbörn 10. nóvember 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Flýra (1978-79)

Hljómsveitin Flýra starfaði í Réttarholtsskóla líklega veturinn 1978-79. Meðal meðlima sveitarinnar voru þau Björk Guðmundsdóttir söngkona, Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Einar [?] bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra og er hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 10. nóvember 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Mórall (1983)

Hljómsveitin Mórall var skammlíft verkefni starfandi vorið 1983, sem líkast til lék einungis í eitt skipti opinberlega – sem eitt af upphitunarböndunum fyrir The Fall sem hér hélt tónleika í Austurbæjarbíói. Meðlimir Mórals voru allir þekktir úr pönk- og nýbylgjusenunni, en þeir voru Bubbi Morthens söngvari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Kormákur Geirharðsson trommuleikari, Mike Pollock gítarleikari…

Afmælisbörn 10. nóvember 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Viðsemjendur (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Viðsemjendur en nafn sveitarinnar mun vera komið til af því að meðlimir sveitarinnar, sem voru ungir að árum, sömdu allt efni sem þeir fluttu sjálfir. Kristinn H. Árnason gítarleikari ku hafa verið einn meðlima sveitarinnar en einnig er giskað á að Kormákur Geirharðsson hafi verið trymbill…

Afmælisbörn 10. nóvember 2018

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 10. nóvember 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á sjötíu og eins árs gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Taugadeildin (1980-81 / 2004-)

Taugadeildin er ein þeirra sveita sem náði að senda frá sér plötu á pönk- og nýbylgjuskeiðinu um og eftir 1980, hún varð þó ekki langlíf fremur en margar sveitir þess tíma. Upphaflega var um dúett að ræða en þeir Árni Daníel Júlíuson bassaleikari og Óskar Þórisson söngvari byrjuðu að vinna tónlist saman með aðstoð trommuheila…

Afmælisbörn 10. nóvember 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Ikarus (1983-84)

Hljómsveitin Ikarus (Íkarus) varð til upp úr sólóverkefni Tolla Morthens (Þorláks Kristinssonar) og vakti feikimikla athygli á sínum tíma fyrir beinskeitta ádeilutexta. Upphafið að stofnun sveitarinnar má rekja til þess að sumarið 1983 var Tolli að vinna að sólóefni fyrir plötu sem til stóð að Grammið gæfi út, efni sem hafði verið samið á þeim…

Páskar frá Akureyri (1992)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Páska frá Akureyri en hún var starfandi á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1992. Kormákur Geirharðsson mun hafa verið trymbill Páska frá Akureyri en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

Afmælisbörn 10. nóvember 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sextíu og níu ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Risaeðlan (1984-96)

Hljómsveitin Risaeðlan skipar sér í flokk með Smekkleysu-hljómsveitum og flytjendum eins og Sykurmolunum, Björk, Ham og Bless sem e.t.v. hlutu meiri athygli á erlendri grundu en íslenskri, Hljómsveitin var stofnuð í árbyrjun 1984 og var upphaflega sett saman fyrir eina menntaskólauppákomu, meðlimir þessarar fyrstu útgáfu Risaeðlunnar voru Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir…

Jazzhljómsveit Konráðs Bé (1990-91)

Jazzhljómsveit Konráðs Bé er líklega ein af þeim sveitum sem hefur fengið á sig nánast goðsagnakenndan blæ án þess þó að hinn almenni borgari hafi nokkurn tímann heyrt af henni, margir kannast þó við eina lag sveitarinnar sem hún sendi frá sér og er spilað um hver jól í útvarpi. Sveitin sem var súperband, myndað…

Oxsmá (1980-85)

Hljómsveitin Oxsmá (einnig ritað Oxzmá) var upphaflega hluti fjöllistahópsins Oxtor, sem stofnaður var 1980. Þessi tónlistarhluti hópsins var í upphafi skipaður ungum listnemum, þeim Hrafnkeli (Kela) Sigurðssyni söngvara (Langi Seli og skuggarnir), Axeli Jóhannessyni gítarleikara (Langi Seli og skuggarnir) og Óskari Jónassyni saxófónleikara en fljótlega bættist Kormákur Geirharðsson trommuleikari (Q4U o.m.fl.) í hópinn. Margir voru…

Tónabræður [5] (1980-85)

Hljómsveitin Tónabræður var starfandi í Reykjavík á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þessi sveit var ekki langlíf en innihélt m.a. nokkra aðila sem áttu sér rætur í pönkinu, þá Hrafnkel Sigurðsson, Hallkel Jóhannsson, Árna Pál Jóhannsson, Pjetur Stefánsson, Hörð Bragason, Óskar Jónasson og Kormák Geirharðsson. Sveitin ku hafa verið skilgreind sem gervidjassband og hafa…

Afmælisbörn 10. nóvember 2014

Afmælisbörnin eru ekki af verri endanum í dag: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er 68 ára í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur Geirharðsson verslunarmaður, kráreigandi og fyrrum trommuleikari sveita eins og Q4U, Langa Sela og…