Hörd (um 1970)

Hljómsveitin Hörd (H.Ö.R.D.) starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1970, og var skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hljómsveitarnafnið Hörd var myndað úr upphafsstöfum meðlimanna fjögurra en þeir voru Halli [?], Örn Jónsson, Rúnar Þór Pétursson og Diddi [?]. Frekari upplýsingar um nöfn sveitarliðanna væru vel þegin sem og um hljóðfæraskipan og starfstíma hennar.

Hverjir (1965)

Hljómsveitin Hverjir starfaði á Ísafirði árið 1965 (að öllum líkindum) en nafn hennar var sótt til bresku sveitarinnar The Who. Meðlimir Hverra voru ungir að árum og meðal þeirra var Rúnar Þór Pétursson en þetta var fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með, hann lék á trommur í sveitinni en aðrir meðlimir hennar voru Örn Jónsson…

Hljómsveit Rúnars Þórs (1986-)

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni síðan á níunda áratug síðustu aldar auk annarra sveita sem hann hefur starfað með en hann hefur jafnframt komið fram sem trúbador og í dúettaformi í félagi við aðra tónlistarmenn. Fyrsta hljómsveit Rúnars Þórs í eigin nafni var líklega stofnuð árið 1986 en þá var…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Skippers (1965-69)

Hljómsveitin Skippers var bítlasveit á Ísafirði sem skartaði nokkrum tónlistarmönnum sem síðar léku með þekktum hljómsveitum eins og Grafík, Ýr, GRM o.fl. Skippers var að öllum líkindum stofnuð haustið 1965 og starfaði til 1969 en sveitir eins og Blackbird, Trap o.fl. voru síðar stofnaðar upp úr henni. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari,…

Skítkast (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Skítkast og var frá Ísafirði kom að minnsta kosti einu sinni fram á dansleik í Hnífsdal í kringum 1980 en sveitin var eins konar grínatriði meðlima Danshljómsveitar Vestfjarða og Helga Björnssonar, sem síðar varð þekktur sem söngvari. Grínið gekk út á að koma fram sem pönksveit en meðlimir Danshljómsveitar Vestfjarða skiptu…

Flensan (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit á Ísafirði sem gekk undir nafninu Flensan en ekki er vitað hvenær. Rúnar Þór Pétursson og Örn Jónsson munu hafa verið meðlimir þessarar sveitar en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir léku eða hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.

Grafík (1981-)

Hljómsveitin Grafík frá Ísafirði er líklega þekktasta hljómsveit Vestfjarða en sveitin gaf út fimm ólíkar plötur sem allar fengu prýðilega dóma, hún ól jafnframt af sér tvo af þekktustu söngvurum íslenskrar poppsögu og tveir meðlimir hennar í viðbót hafa sent frá sér fjölda sólóplatna. Stofnun sveitarinnar átti sér nokkurn aðdraganda en flestir meðlimir hennar höfðu…

Blackbird (1969)

Hljómsveitin Blackbird (Black bird) frá Ísafirði starfaði árið 1969 (hugsanlega einnig 1968) og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli og lenti þar í öðru sæti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Theódórsson gítarleikari, Örn Jónsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari og Einar Guðmundsson orgelleikari. Einar var upphaflega trommuleikari sveitarinnar…

Trap (1967-70 / 2010-)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…

Ýr (1973-78)

Ísfirska hljómsveitin Ýr varð ein fyrst rokksveita af landsbyggðinni til að gefa út plötu en þekktust er hún líklega fyrir framlag sitt, Kanínuna, sem Sálin hans Jóns míns gerði síðar sígilt. Ýr var stofnuð á Ísafirði haustið 1973 og voru stofnmeðlimir sveitarinnar Hálfdan Hauksson bassaleikari (B G & Ingibjörg), Guðmundur Þórðarson gítarleikari, Rafn Jónsson (Rabbi)…

Danshljómsveit Vestfjarða (1977-81)

Danshljómsveit Vestfjarða var starfrækt á Ísafirði 1977–81. Hún var stofnuð 1977 af nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Ýrar, sem þá hafði verið starfandi síðan 1973. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Reynir Guðmundsson söngvari, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari og Örn Jónsson, sem allir höfðu verið í Ýr, auk þeirra voru Sven Arve Hovland gítar- og trompetleikari og…

Jana (1969-70 / 2002)

Ekki fór mikið fyrir ísfirsku hljómsveitinni Jönu á sínum tíma en þeir vöktu þó nokkra athygli þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1970 og lenti þar í öðru sæti, þá hafði sveitin líklega verið starfandi í um eitt ár að minnsta kosti. Ekki finnast miklar upplýsingar um sveitina en sumarið 1969 voru…

Náð (1968-73)

Náð var hljómsveit frá Ísafirði en hún spilaði rokk í þyngri kantinum og var stofnuð 1968. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum en þeir voru Rafn Jónsson trommuleikari (Rabbi), Örn Ingólfsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson söngvari og Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari. Svanfríður Arnórsdóttir (önnur heimild segir Ármannsdóttir) söngkona og Ásgeir Ásgeirsson orgelleikari komu síðar inn. Þegar…