Afmælisbörn 28. október 2025

Afmælisbörn dagsins eru tíu talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og átta ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Hvítir mávar (1998-2013)

Hljómsveit sem bar nafnið Hvítir mávar var starfrækt um margra ára skeið, og er e.t.v. enn starfandi í einhvers konar mynd en hún samanstóð af kjarnanum sem myndaði Hljómsveit Ingimars Eydal á sínum tíma og ber nafn helsta stórsmells Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu þeirrar sveitar – Hvítu mávar, lagið kom reyndar aldrei út með hljómsveit Ingimars…

Hunang [1] (1971-72)

Hljómsveit starfaði á Akureyri í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hunang, nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu þessa sveit. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Hunang var stofnuð en árið 1971 var hún skipuð þeim Sævari Benediktssyni bassaleikara, Brynleifi Hallssyni gítarleikara, Gunnari Ringsted gítarleikara og Jóni Sigþóri Sigurðssyni [trommuleikara?], þá um haustið höfðu þær breytingar…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar (1992)

Reynir Sigurðsson fór austur á Hérað fyrir jólin 1992 með hljómsveit sem kallaðist Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar og lék á einum dansleik í Fellabæ en allt lítur út fyrir að sveitin hafi verið sett saman fyrir þetta eina gigg, alltént finnast ekki aðrar heimildir um hana. Auk Reynis sem gæti hafa leikið á hljómborð eða jafnvel…

Bravó [1] (1964-66 / 2010-)

Hljómsveitin Bravó vakti mikla athygli á sínum tíma þótt fæstir hefðu heyrt í sveitinni, hún þótti með eindæmum krúttleg enda mætti e.t.v. kalla þá félaga fyrstu alvöru barnastjörnurnar á Íslandi. Bravó var stofnuð á Akureyri snemma hausts 1964 og í nóvember birtust fyrstu fréttirnar um þá í fjölmiðlum. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Þorleifur Jóhannsson…

Tríó Sævars Ben (1985)

Tríó Sævars Ben starfaði um skamman tíma haustið 1985 á Fljótsdalshéraði. Meðlimir tríósins voru Ragnar Þorsteinsson trommuleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Sævar Benediktsson bassa- og gítarleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar.

Tilfelli [1] (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972. Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar í upphafi voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari, Gunnar Tryggvason gítarleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari, Júlíus Fossberg trommuleikari og Stefán Baldvinsson [?]. Um vorið urðu þær breytingar…

Óvissa (1968-71)

Óvissa var ballsveit ættuð frá Akureyri, starfandi í kringum 1970. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1968 og voru meðlimir hennar Sævar Benediktsson bassaleikari, Kristján Guðmundsson orgel- og gítarleikari, Gunnar Ringsted gítarleikari, Freysteinn Sigurðsson söngvari og Árni Friðriksson trommuleikari. Einnig gæti Þorleifur Jóhannsson hafa komið við sögu hennar. Óvissa lék nokkuð opinberlega á Akureyri en…

Ingimar Eydal og félagar (1976-90)

Ingimar Eydal starfrækti um tíma djasshljómsveit undir nafninu Ingimar Eydal og félagar. Ingimar hafði lent í bílslysi vorið 1976 og slasast nokkuð, hljómsveit hans, Hljómsveit Ingimars Eydal var því lögð í salt um óákveðinn tíma en það leið ekki á löngu þar til Ingimar stofnaði nýja sveit (um haustið), sveit sem sérhæfði sig í djasstónlist…

Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Amma Dýrunn (1987-94)

Amma Dýrunn var akureysk hljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar. Amma Dýrunn hlaut nafn sitt vorið 1990 en meðlimir hennar höfðu þá reyndar starfað saman meira og minna frá 1987 undir öðrum nöfnum. Sveitin lék á böllum, einkum norðanlands til sumarsins 1994 eða jafnvel lengur en einhverjar mannabreytingar höfðu…

Harpa Gunnarsdóttir – Efni á plötum

Harpa Gunnarsdóttir [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 128 Ár: 1975 1. Elsku kisa mín 2. Ef allir væru eins 3. Það var einn sólríkan dag 4. Ég syng hæ og hó Flytjendur Harpa Gunnarsdóttir – söngur Finnur Eydal – saxófónn Grímur Sigurðsson – trompet og gítar Sævar Benediktsson – bassi Þorleifur Jóhannsson – trommur Ingimar Eydal – píanó…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…

Hljómsveit Ingimars Eydal – Efni á plötum

Hljómsveit Ingimars Eydal Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 510 Ár: 1965 1. Litla sæta ljúfan góða 2. Bara að hann hangi þurr 3. Á sjó 4. Komdu Flytjendur Þorvaldur Halldórsson – söngur, raddir og gítar Vilhjálmur Vilhjálmsson – söngur, raddir og bassi Grétar Ingvarsson – gítar Hjalti Hjaltason – trommur Andrés Ingólfsson – söngur Ingimar Eydal – sembalett og melódika Hljómsveit…

Ljósbrá [1] (1973-75)

Hljómsveitin Ljósbrá frá Akureyri starfaði um miðjan áttunda áratug tuttugustu aldarinnar, á árunum 1973-75. Á þeim tíma náði hún að gefa út eina litla plötu. Flestir meðlima sveitarinnar höfðu verið í unglingasveitinni Bravó sem hafði vakið landsathygli áratug fyrr en þá höfðu meðlimir hennar verið mjög ungir að árum. Meðlimir Ljósbrár voru Sævar Benediktsson bassaleikari,…

Ljósbrá [1] – Efni á plötum

[Ljósbrá [1] – Hljómsveitin Ljósbrá [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 124 Ár: 1973 1. Til Suðurlanda 2. Angur Flytjendur Sævar Benediktsson – bassi Þorleifur Jóhannsson – trommur Ingimar Eydal – hljómborð Gunnar Ringsted – gítar Þorsteinn Kjartansson – flauta Brynleifur Hallsson – gítar og söngur

Spacemen (1967)

Á Akureyri starfaði árið 1967 hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum sem kölluðu sig þá því framúrstefnulega nafni Spacemen. Sveitin var náskyld Bravó sem slegið hafði í gegn fáum árum áður en meðlimir Spacemen voru Árni K. Friðriksson trymbill, Gunnar Ringsted gítarleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari, Jón Sigurðsson gítarleikari og Kristján Guðmundsson. Þeir Spacemen-liðar áttu flestir eftir að…