Afmælisbörn 23. maí 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Súrefni (1995-2001)

Hljómsveitin Súrefni náði allnokkrum vinsældum rétt um síðustu aldamót og var þá fremst í flokki sveita sem framleiddu danstónlist en um það leyti var nokkur vakning hér á landi í þeirri tegund tónlistar. Sveitin byrjaði sem hljómsveit, þróaðist þaðan yfir í dúett sem vann mest með tölvur en varð síðar aftur að fullskipaðri hljómsveit með…

Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Víkingasveitin [4] (2013-14)

Víkingasveitin var nafn á hljómsveit sem skipuð var Íslendingum í Svíþjóð, á árunum 2013 og 14 að minnsta kosti. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar munu hafa verið Ásgeir Guðjónsson, Haraldur Arason, Hermann Hannesson, Gústaf Lilliendahl og Tómas Tómasson, ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var.

BP og þegiðu Ingibjörg (1991-2001)

Hljómsveitin BP og þegiðu Ingibjörg fór mikinn á Gauknum og Amsterdam á síðasta áratug liðinnar aldar og vakti hvarvetna kátinu en sveitin var eins konar angi af Sniglabandinu góðkunna. Nafn sveitarinnar var skírskotun í hina ísfirsku BG og Ingibjörgu en ekki þótti öllum það við hæfi. Hvort sem það var vegna þess eða einhvers annars…

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…

Andlát – Tómas M. Tómasson (1954-2018)

Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) tónlistarmaður er látinn, á sextugasta og fjórða aldursári. Tómas fæddist í Reykjavík 23. maí 1954 og hóf þegar á unglingsaldri að leika á gítar og bassa með hljómsveitum á meðan hann var við nám í Vogaskóla, fyrst með Fónum um miðjan sjötta áratuginn og síðan Amor (1965-69), í síðarnefndu sveitinni…

Taktar [3] (1968-69)

Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli. Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason gítarleikari (síðar sóttvarnarlæknir), Óli Már Sigurðsson bassaleikari, Valdimar Gíslason gítarleikari, Árni Áskelsson trommuleikari…

Þúsund andlit (1991-95)

Hljómsveitin Þúsund andlit herjaði á sveitaböllin á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, átti þá nokkur lög á safnplötum og gaf út eina breiðskífu. Sveitin var reyndar fyrst sett saman fyrir Landslagskeppnina haustið 1991 en þá höfðu þeir Birgir Jón Birgisson hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari samið lög fyrir keppnina og fengið Sigrúnu Evu Ármannsdóttur…

Salka (1996-98)

Hljómsveitin Salka (stundum einnig nefnd Zalka) starfaði í um tvö ár og herjaði á sveitaböllin um land allt. Meðlimir Sölku voru trommuleikarinn Ólafur Hólm, Þór Breiðfjörð söngvari, Tómas Tómasson gítarleikari, Björgvin Bjarnason gítarleikari og Georg Bjarnason bassaleikari en sveitin var stofnuð vorið 1996. Salka sendi fljótlega frá sér lag í útvarpsspilun og hafði uppi plön…

Poppvélin (1998-99)

Poppvélin var skammlíf ballsveit skipuð þungavigtarmönnum úr íslensku popplífi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1998 og voru meðlimir hennar frá upphafi þeir Kristinn Gallagher bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari og söngvari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari, Pétur Örn Guðmundsson hljómborðsleikari og söngvari og Tómas Tómasson gítarleikari og söngvari. Poppvélin starfaði einungis í fáeina mánuði og…

Centaur (1982-)

Hljómsveitin Centaur var stofnuð vorið 1982 og sóttu meðlimir sveitarinnar nafn hennar til grísku goðafræðinnar en kentár (Centaur) er hálfur maður og hálfur hestur. Sveitin sem spilaði lengi vel þungarokk, var söngvaralaus í upphafi en var skipuð þeim Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jóni Óskari Gíslasyni gítarleikara, Hlöðver Ellertssyni bassaleikara og Benedikt Sigurðssyni gítarleikara en þeir tveir…

Góðkunningjar lögreglunnar (1991)

Vorið 1991 kom fram á sjónarsviðið rokkhljómsveitin Góðkunningjar lögreglunnar en hún hafði á að skipa þekktum tónlistarmönnum, þar má fremstan nefna Ásgeir Jónsson söngvara (Baraflokkurinn) en aðrir voru Þór Freysson gítarleikari (Baraflokkurinn), Jósef Auðunn Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar), Kristján Edelstein gítarleikari og Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari (Jonee Jonee o.fl). Tómas Tómasson mun einnig eitthvað hafa komið við sögu…

Aukinn þrýstingur (1988-89)

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn,…