Afmælisbörn 3. ágúst 2015

Bjarki Sveinbjörnsson

Dr. Bjarki Sveinbjörnsson

Eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist er á skrá í dag:

Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sextíu og tveggja ára. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90, hefur hann mestmegnis starfað á fræðasviðinu. Hann starfrækir m.a. með dr. Jóni Hrólfi Sigurjónssyni tónlistarvefina Músík.is og Ísmús.is, auk þess að veita Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi forstöðu.