Æskunnar ómar

Æskunnar ómar
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Sveinsson)

Sofnaðu rótt, senn kemur nótt,
segir hún mamma, og vaggar mér hljótt.
Lokaðu brá, liðinn er hjá,
ljómandi dagur i kvöldhúmsins sjá.

Dimmir nú ótt, því að dagsbirtan þver,
í dúnmjúkri sænginni hvílir þú hér.
Bernskunnar gull, sem bættu þinn hag,
bros þitt þú veitir og þakkar i dag.

Góða nótt öll, gullin mín kær,
gott er að dreyma og haf’ ykkur nær.
Þökk mamma mín, þökk pabbi minn,
hvílíka gleði og ástúð ég finn.

Kettlingurinn, sem er kátur og frár,
kúrir hjá eldstónni og sleikir sitt hár.
Fuglana smá upp’ á fjallsins brún,
finn ég á morgun og lokk’ út á tún.

Ár líða ört, gull eru gleymd,
geymd upp’ á lofti í ryk og leynd.
Barnanna þrá, blíðra og smá,
breytist er æskan er liðin þeim frá.

Eitt man ég þó, jafnan árla og síð,
sem ómar svo fagurt frá æskunnar tíð.
Traustasta vinátta, tryggð og ást,
trúaðrar móður, sem aldrei mér brást.