Öll sem eitt

Öll sem eitt
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Við höfum frétt að nú sé fjandinn laus,
mannfólkið hefur fengið flugu í haus,
þau hafa dýrmæta sál, heyrið, öll sem eitt.

Öll sem eitt.

Þar sem við megum ekki missa‘ af þeim,
þær mala gull, við bjóðum hættunni heim.
Þið fyllið botnlausa hít, heyrið, öll sem eitt.

Öll sem eitt.

Þið skuluð hugsa‘ um ykkur sjálf
á meðan tími‘ er ennþá til.
En enginn flýr sín örlög.

Þið vitið kannski nú hvað klukkan slær.
Með hverjum takti færist endirinn nær.
Þið hafið tilgang á jörð, heyrið, öll sem eitt.

Öll sem eitt.

Það þarf að taka fast í tauminn hér
því tækifærum óðum fækkandi fer
og núna þurfum við þau öll sem eitt.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]