Vinir

Vinir
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Penni og blað.
Sápa og bað.
Best er að hafa það saman.

Heit kakólögg í krús.
Kossar og knús.
Best er að hafa það saman.

Já, vináttan er slík
að hún er engu lík.

Vinir, höfum það gaman.
Vinir, vinnum saman.
Já eitt sem öll.
Og öll sem eitt.
Við getum heiminum breytt
sem vinir.

Sumar og sól
og snjókoma um jól.
Best er að hafa það saman.

Sokkar og skór.
Skíði og snjór.
Best er að hafa það saman.

Ef þú ert einn, kæri minn,
þú mundu’ að þú átt vin.

Vinir, höfum það gaman.
Vinir, vinnum saman.
Já eitt sem öll.
Og öll sem eitt.
Við getum heiminum breytt
sem vinir.

Vinir, höfum það gaman.
Vinir, vinnum saman.
Vinir, höfum það gaman.
Vinir, vinnum saman.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]