Meistari dulargervanna

Meistari dulargervanna
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Ég í dulargervi fer.
Ég get horfið sjónum þér.

Ég get ferðast milli staða,
á hreint ótrúlegum hraða,
það er ég.

Stundum er svo gaman,
er ég plata alla saman,
það er ég.

Og í dulargervi.

Það er svo létt að blekkja alla,
með þeim brögðum sem ég kann.
Og ég fæ þig til að,
já trúa á þennan mann.
Hei.

Leitir þú að mér
þá mun ég hverfa frá þér,
hérna er ég,
hann snillingurinn ég.

Hljótt ég fer um borg og bý.
Aldrei læðist ég í frí.

Því að enginn stenst mér snúning,
er ég fer í dularbúning.
Það er ég.

Þú gengur framhjá
og veist ekki af mér rétt hjá.

Já risaeðla stór,
með sitt öskur og sitt klór.
Því að ég er alger refur,
jafnvel Gáttaþefur.

Leitir þú að mér
þá mun ég hverfa frá þér,
hérna er ég,
hann snillingurinn ééééég.

Hahahaha.
Ég er meistari
dulargervannna.

[af plötunni Latibær: Lítu inn í Latibæ]