Hafmeyjan

Hafmeyjan
(Lag / texti: Halldór Gylfason og Þorkell Heiðarsson)

Í sjónum sá ég konu
með ugga þrjá.
Ég vildi fara og vera henni hjá.

En augljóslega lifað get ég ekki í sjó.
Ég kastaði til hennar Markúsarneti.
Upp á dekk hana dró.

Ó elsku hafmeyja ég syng þér lof.
Þó svo að þú hafir ekkert klof.

Ég fór með hana heim og setti í fiskabúr.
Hún hreiðraði um sig í sandinum,
en svaf ekki dúr.

Hún brátt varð í búrinu einmana og brast í grát.
Ég reyndi eftir megni að hugga hana
en hún varð ekki kát.

Hún kastaði sér í sjóinn og sagði ekki orð.
Að lokum sá ég hafið gleypa hennar sporð.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]