Auður

Auður
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Enginn verður óbarinn biskup – eða hvað?
Ertu eitthvað aumur, amar eitthvað að?

Liggur undir feldi í nótt,
liggur bara og talar en lætur ekki neitt.
Hvenær ertu til fyrir mig?
Hvurslags eiginlega, hvaða brögðum get ég beitt?
„Enginn verður óbarinn biskup“, segir þú,
„enginn nær í rekkjunaut eftir klukkan þrjú“.

viðlag
Auður er undarleg – svo er nú það.
Sendu henni línu ef eitthvað er að.
Alltaf er Auður á undan með flest.
Reyndu ekki að setjast á of háan hest,
því hún sér við þér.

Reyndu ekki að mæla undir rós,
reyndu ekki að rengja það sem Auður leggur til.
Sjá, og þú munt halda það út
og seinna færðu sannreynt að það verður þér í vil.
„Enginn verður óbarinn biskup“, segir hún,
„enginn reisir fangelsismúr úr æðadún“.

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Hvar er draumurinn?]