Að lokum

Að lokum
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Hér eruð þið komin á staðinn sem stefnduð þið á,
eftir allt, reynslunni ríkari bæði.
Hér fáið frið, því að þið teflduð á tæpasta vað;
hjartað réð, ferðin var erfið og löng, en samt.

það skiptir engu nú, ef þið lítið upp, því heiminn eigið.

þið stóðuð af ykkur styrjöld og vá,
höfðuð sigur að lokum.
Þið eigið hvort annað héðan í frá,
höfðuð sigur að lokum.

Fyrst fóruð þið sitthvora leiðina, samt var það ljóst
að þið tvö vonuðust eftir því sama.
Þau sögulok réttlæta allt sem var gert eða sagt.
Alla tíð verða samt blikur á lofti.

Það skiptir engu nú ef þið lítið upp, því heiminn eigið.

þið stóðuð af ykkur styrjöld og vá,
höfðuð sigur að lokum.
Þið eigið hvort annað héðan í frá,
höfðuð sigur að lokum.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]