Ég vil elska mitt land

Ég vil elska mitt land
(Lag / texti: Bjarni Þorsteinsson / Guðmundur Magnússon)

Ég vil elska mitt land,
ég vil auðga mitt land,
ég vil efla þess dáð ég vil styrkja þess hag.
Ég vil leita þess þörf,
ég vil létta þess störf,
ég vil láta það sjá margan hamingjudag.

Ég vil frelsi míns lands,
ég vil farsæld mín lands,
ég vil frægð þess og gnægð þess og auð þess og völd.
Ég vil að heiðursins krans,
leggja að höfði hvers manns,
sem vill hefja það fram móti batnandi öld.

Þetta er játningin mín,
kæra móðir til þín,
ég get miklast af því, að ég sonur þinn er.
Það er svipurinn þinn
er í sál mér og finn.
Hann er samgróinn öllu því besta hjá mér.

[m.a. á plötunni Karlakórinn Jökull – Í jöklanna skjóli]