Til þín

Til þín
(Lag og texti: Ómar Diðriksson)

Þú færir mér birtu og yl
sem ég vissi ekki að væri til.
Sú lífsgleði er geislar þér frá,
allir í kringum þig sjá.

Brosið þitt er fallegt og blítt,
faðmlagið öruggt og hlýtt.
Augun þín geislandi blá
fá mig til að elska og þrá.

Með þér vil ég eldast,
með þér vil ég á,
með þér vil ég enda mitt skeið.
Með þér vil ég ferðast,
með þér vil ég ná
að himnanna hamingju leið

Með þér …

Svo eftir fimmtíu ár
ég vona að ég enn hafi hár.
Og að þá fái lífskraftur þinn
yljað mér ennþá um sinn.

Björt er mín framtíðarsýn
því ég vona að þú æ verðir mín.
Að síðustu bara ég bíð
að ég þér fái að hvíla við hlið.

Með þér …

[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]