Engillinn minn

Engillinn minn
(Lag og texti: Ómar Diðriksson)

Því þú ert engillinn,
þú ert engillinn,
þú ert engillinn minn.
Því þú ert engillinn,
þú ert engillinn,
þú ert engillinn minn.

Þú komst eins og kölluð til mín
að kvöldi og úti var svalt.
Ég bæn minni beindi til þín,
barns sem var fullkomið allt.

Ég tók þig í fangið og fann
fögnuð og hamingjustraum.
Sú sæla er í æðum mér rann
ég sannlega líkti við draum.

Því þú ert …

Og svo ertu unga mín kær,
inni í hjartanu góð.
Og líka svo langt sem hún nær
lýsir þín nýtroðna slóð.

Því þú ert …

[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]