Þetta er ég

Þetta er ég
(Lag og texti: Ómar Diðriksson)

Á morgnana vakna ég þrekinn og þreyttur,
þung eru augun og líkaminn sveittur,
vekjaraklukkan og veröldin gargar,
veraldarþrautirnar eru svo margar.

Svo fer ég í fötin og flýti mér mikið
en fyrir mér alltaf er helvítis spikið,
buxurnar þröngar og allar í bletum,
bévítans skyrtan er ötuð í slettum.

Svo lít ég í spegilinn, sperrtur en lúinn,
spýti í vaskinn, sé sápan er búin,
tannkremið lekur í taumum á gólfið,
þó tekst mér að pissa í niðurfallshólfið.

Svo fæ ég mér kaffi og kveiki í rettu,
kæli svo drykkinn með smá mjólkurslettu,
ég mæti of seint því það er jú minn vani,
meira hvað allt er á ferlegu spani.

Ég bæta skal þetta og byrja á morgun,
brosi út í annað og gleymi öllum sorgum,
ég laga mun þetta með fágun og fegrun
og fer því sjálfur í klippingu og megrun.

[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]