Rósin [2]
(Lag / texti: erlent lag / Guðrún Sigurðardóttir)
Sagt er ást sé áin djúpa,
sem ungum drekki reyr.
Sagt er ást sé eggjárn biturt
sem alltaf særir meir.
Sagt er ást sé eilíft hungur
sem aldrei hlýtur fró.
En mín ást er unga blómið
og þú þess eina frjó.
Eitt er hjarta svo hrætt að bresta
sem hvergi takti nær
á sér draum og ótal sýnir
en ekkert höndlað fær.
Svo er einn sem ástúð þráir
en ekkert gefa kann
og ein sál í ótta dauðans
sem ei til lífsins vann – til lífs.
Ef þér nóttin einsemd veldur
og ef leið þín lengist enn
og þér finnst að ást sé aðeins,
fyrir heppna sterka menn.
Veistu, undir frosnum fönnum
frjósið geymir vetrar snær
og á ný við ástir sólar
að vori rósin grær.
[af plötunni Kvennakórinn Ljóðsbrá – Fljóðaljóð]