Fullt af ást

Fullt af ást
(Lag / texti: erlent lag / Páll Óskar Hjálmtýsson
 
Svo kom dagur
hér með þér,
enn með bragðið
uppi’ í mér.
Enn eitt faðmlag,
einn koss enn
og í hjarta mínu
er allt fullt af ást.

Allt sem að gefur þú
margfalt til baka þú færð.

Að sjá til þín
hundrað volt,
þeir sem bíða
fá allt gott.
Slekkur ljósið,
gengur út
og þú skilur mig eftir
með allt fullt af ást.

Allt sem að gefur þú
margfalt til baka þú færð.

Allt í rauðu,
fjólubláu
og í hjartanu mínu
er allt fullt af ást.

Allt sem að gefur þú
margfalt til baka þú færð.

[af plötunni Páll Óskar – Palli]