Ljósin laða

Ljósin laða
(Lag og texti: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir)

Það sækir á huga minn nú
æskuminningin sú
er ég hugfangin snót
fór að mæla mér mót.

Með titrandi vörunum þar
sem dáleidd ég var
að fá koss númer eitt
getur lífinu breytt.

Ljósin laða hér
lýsa mér leiðina heim,
þau lifa í hjarta mér,
aldrei gleymi þeim.
Ljósin laða hér,
vekja mér draumfagra sýn
og þrá í brjósti mér
töfrandi ljósin mín.

Æskuminningar kveika ljós í huga mér.
Framtíðardraumar vöknuðu hér.
Dagar og nætur sem ég átti með þér.
Æskurætur bera birtu mér.

Ljósin laða hér,
lýsa mér leiðina heim,
þau lifa í hjarta mér
aldrei gleymi þeim.
Ljósin laða hér,
vekja mér draumfagra sýn
og þrá í brjósti mér,
töfrandi ljósin mín.

[af plötunni Kvennakórinn Ljósbrá – Fljóðaljóð]