Smalastúlkan

Smalastúlkan
(Lag / texti: Skúli Halldórsson / Jón Thoroddsen)

Yngismey eina sá
ég þar sem falla blá
gil úr háhlíð;
léttfætt um leiti‘ og börð,
lautir og fjallaskörð
smalar og hóar hjörð
hringalind fríð.

Kvíarnar koma á
konur að mjalta þá,
seppi‘ á vegg sest;
kvíar og kannar mær
kindur en vantar tvær;
að fara‘ að elta þær
er þrautin verst.

Segðu það brúnablá,
brúður! Hvað skal sá fá,
féð þitt sem fann?
Alsveittur er hann hér,
ærnar hann færir þér;
verðug það virðist mér,
þú vel kyssir hann.

[af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]