Ég verð hjá þér

Ég verð hjá þér
(Lag / texti: Robert John Lange / Kristján Hreinsson)

Ég vil vera hjá þér… Komdu…
Vetur tekur völdin
með vindi og snjó.
Oftast ein á kvöldin
í einsemd minni finn ég ró.

Bjartar myndir frá hugarheimi,
hjartað geymir
í brjósti mér.

Ég verð hjá þér, já þegar nálgast jólanótt,
verð hjá þér, já þegar starir stjörnugnótt
og á meðan höndin hlý
mig heldur í.

Við sjáum sumarkvöldin
og sálin mín hló.
En veturinn tók völdin
með vindi og snjó.

Bjartar myndir frá hugarheimi,
hjartað geymir
í brjósti mér.

Ég verð hjá þér, já þegar nálgast jólanótt,
verð hjá þér, já þegar starir stjörnugnótt
og á meðan höndin hlý
mig heldur í.

Ég verð hjá þér, já þegar loga kertaljós,
verð hjá þér, já meðan lifir jólarós.
Þegar vetrarvindur fer,
ég verð hjá þér.

Þögul snerting þín
og þráin mín.
Þegar loga ljósin skær
og lífið birtu fær.
Því það sem ástin er,
er allt í hjarta þér.
Gjöf mín
er ætluð þér.
Ég veit að um jólin þú verður hér.
Ég vil vera hjá þér.

Ég verð hjá þér, já þegar nálgast jólanótt,
verð hjá þér, já þegar starir stjörnugnótt
og á meðan höndin hlý
mig heldur í.

Ég verð hjá þér, já þegar loga kertaljós,
verð hjá þér, já meðan lifir jólarós.
Þegar vetrarvindur fer,
ég verð hjá þér.

[á plötunni Íslensku dívurnar – Frostrósir]