Eilífðarvélin

Eilífðarvélin
(Lag / texti: Jens Hansson / Friðrik Sturluson)

Ertu til í að lifa ókomin ár
þó það kosti blóð og tár?
Tæpasta vað – teflum á það.
Tilgangurinn hann helgar meðalið.

Ef ég hef reiknað rétt,
reyndin verður þér í vil.
Vélin er samansett,
seinna verður meira til.

Eins og vatn inn í steininn áfram ég held
meðan hamrinum ég veld.
Dag einn að sjá drauminn rætast.
Dugar því skammt að gera ekki neitt.

Hér eru tæk´og tól
tilbúin að far´af stað,
til að þú sjáir sól.
Segjum þetta fullkomnað.

Ég geri allt fyrir þig, já þig.
Þú veist þú ert lífið fyrir mér.
Allt er til. Orka´og efni sameinast hér.
Heila eilífð gef ég þér.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]