Ef þú giftist mér

Ef þú giftist mér
(Lag / texti: írskt þjóðlag / Jónas Árnason)

Ég skal gefa þér blómin blá
og boltann minn skaltu líka fá,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Ég skal kaupa þér kökusnúð
með kardimommum og sykurhúð,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Ég skal gefa þér gull í tá
og góða skó til að ganga á,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Ég skal elska þig æ svo heitt
að aldrei við þurfum að kynda neitt,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Ég skal syngja þér ljúflingslög
og leika undir á stóra sög,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Ég skal fela þig fylgsnum í
svo finni þig ekkert pólití,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Ég skal kenna þér kátan dans
og kyssa þig síðan með elegans,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

[á plötunni Sönglögin á leikskólanum – ýmsir]