Ronja ræningjadóttir

Ronja ræningjadóttir
(Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson)

Ronja ræningjadóttir, ræningjakóngsins dóttir,
hver er hún? já, hver er hún?
Laus við sorg og sóttir,
Lovísu og Matthíasardóttir.
Ronja ræningjadóttir, ræningjakóngsins dóttir,
hvar býr hún? já hvar býr hún?
Má því enginn gleyma
í Matthíasarborg á Ronja heima.

Eðlilegt að lýði öllum líki,
loksins fæddist dóttir undursmá.
Hún skal erfa ræningjanna ríki,
ræningjarnir Ronju dá.
Ránsfeng sinn þeir henni fá,
hollustu þeir henni tjá.

Ronja ræningjadóttir, ræningjakóngsins dóttir,
hann er stór og hraustur mjög,
kann því ei að kvarta
nema Ronja rými út hans hjarta.

Ronja ræningjadóttir, ræningjakóngsins dóttir,
út vill hún, já út vill hún
burt úr borgarhelsi,
út í skóg með fuglasöng og frelsi.

Skógurinn í skini sólar logar,
skuggar undir trjánum geyma margt.
Hættan Ronju heillar, lokkar, togar.
Grimmar nornir góla þar,
grádvergar og rassálfar
eru á sveimi alls staðar.

Ronja ræningjadóttir, ræningjakóngsins dóttir,
óttast ei, nei óttast ei,
hún að hættum leikur.
Matthías er meira en lítið skrítið.

[m.a. á plötunni Ronja ræningjadóttir – úr leikriti]