Saga (Hring eftir hring)

Saga (Hring eftir hring)
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Einu sinni var hún þessi eirðarlausa snót.
Já, ég man hún var gefin fyrir menn og mannamót.
Hún var mætt,  síðan dansaði hún þar
eða sat á næsta bar.
Hún var vinamörg og dáð.

Sumum þykir grasið grænna hinum megin við,
eins og þér. Hún var fundvís, en fann aldrei innri frið.
Sjaldan við eina fjölina var felld,
stundargleði ofurseld,
hún var orðin spennu háð.

viðlag
Hring eftir hring
áfram leitaði, æ leyndist hamingjan.
Hring eftir hring
sá hún glæstan og glitrandi framundan.
Hring eftir hring
sama sagan í hnotskurn var endalaus,
ekki þrautalaus, hún var auðnulaus.

Ævintýrin gerast og þau mörg og margvísleg,
enn sem fyrr. Allir geta valið átt og æviveg.
Hún var hætt, en hún fann sér nýjan mann,
æ, hvað heitir aftur hann,
sagði já við nýjum baug.

viðlag

Sumum þykir grasið grænna hinum megin við.
Ef hún sá eina undankomuleið,
hún var ekki bein og greið,
alltaf lagði hún af stað.

viðlag

Hring eftir vítahring
gullsleginn festir á fingurinn.

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sól um nótt]