Þyrlukúkarnir (?)

Heimild hermir að hljómsveit hafi borið nafnið Þyrlukúkarnir, engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit nema að hún hafi hugsanlega innihaldið bassaleikarann Lúðvik Þóri Guðmundsson (Trassar o.fl.). Frekari upplýsingar óskast því um þessa sveit.

Þyrlar (1970-85)

Hljómsveitin Þyrlar var áberandi á Hólmavík og Ströndum um árabil, enda var hún aðalhljómsveit svæðisins í hátt í tvo áratugi og lék á helstu skemmtunum og böllum. Þyrlar voru stofnaðir um 1970  (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir og upphaf sveitarinnar gæti allt eins þess vegna hafa verið mun fyrr) og eins og gengur með langlífar…

Þögnin [1] (1968)

Hljómsveit sem bar nafnið Þögnin lék á árshátíð Menntaskólans á Akureyri haustið 1968. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit, hvorki um meðlimi hennar né líftíma og hér er gert ráð fyrir að sveitin hafi verið starfrækt á Akureyri en sé ekki sú sama og starfaði líklega í Vestmannaeyjum um svipað leyti.

ÞÆÖ-40 (1991)

Tríóið ÞÆÖ-40 var starfrækt við Menntaskólann á Akureyri haustið 1991 að minnsta kosti. Litlar heimildir er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar hétu Einar Hafberg (Grétar á gröfunni o.fl.), Frosti Jónsson og Ási [?]. Svo virðist sem sveitin hafi spilað einhvers konar tölvuskotna danstónlist. Nánari upplýsingar óskast um ÞÆÖ-40.

Þær tvær (1990)

Dúettinn Þær tvær var samstarfsverkefni þeirra Dúkkulísa, Hörpu Þórðardóttur hljómborðsleikara og Erlu Ragnarsdóttur söngkomu árið 1990 en þá áttu þær eitt lag á safnplötunni Hitt og þetta aðallega hitt alla leið. Harpa og Erla höfðu valinkunna tónlistarmenn sér til halds og traust á þeirri safnplötu. Ekki virðist hafa verið um frekara samstarf þeirra að ræða…

Þyrnar [2] (1974)

Hljómsveitin Lúdó og Stefán kom saman sumarið 1974 eftir nokkurra ára hlé og starfaði þá undir nafninu Þyrnar í fáeinar vikur áður en þeir félagar tóku upp gamla nafnið aftur. Í framhaldinu gáfu þeir út tvær vinsælar plötur. Meðlimir Þyrna voru að öllum líkindum þá þeir Berti Möller söngvari og gítarleikari, Stefán Jónsson söngvari, Elfar…

Þyrnar [1] (1966)

Hljómsveitin Þyrnar var frá Ólafsvík og lék bítlatónlist fyrir heimamenn og nærsveitunga um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þyrnar var stofnuð upp úr Ómó sem var líklega að mestu skipuð sömu meðlimum en þeir voru Snorri Böðvarsson gítarleikari, Trausti Magnússon bassaleikari, Stefán Alexandersson trommuleikari og Sturla Böðvarsson gítar- og harmonikkuleikari en sá síðast taldi var…

Afmælisbörn 6. september 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafson (Sverrir Stormsker) er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við erum við,…

Afmælisbörn 5. september 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag, bæði eru látin: Sjálfur Kristján Kristjánsson (KK) saxófónleikari hefði átt þennan afmælisdag. Hann fæddist 1925, lærði á harmonikku, klarinettu og saxófón hér heima og í Bandaríkjunum, hann er kunnastur fyrir hljómsveit sína, KK sextettinn sem hann starfrækti um fimmtán ára skeið en sveitin var vinsælasta danssveit landsins og með…

Afmælisbörn 4. september 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og tveggja ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Afmælisbörn 3. september 2017

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru tvö talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er tuttugu og ára ára gamall. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather change en…

Afmælisbörn 2. september 2017

2017 Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er sjötíu og sex ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og…

Afmælisbörn 1. september 2017

Að þessu sinni eru afmælisbörnin fimm talsins: Ruth Reginalds söngkona er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti.…